Menu
Bragðgott grænmetis lasagna

Bragðgott grænmetis lasagna

Janúar er tilvalinn tími til að núllstilla mataræðið aðeins eftir jólahátíðina og því tilvalið að elda létta og bragðgóða grænmetisrétti líkt og þetta bragðgóða grænmetis lasagna. Uppskriftin dugar fyrir 4-6.

Innihald

4 skammtar
ólífuolía
blaðlaukur
hvítlauksrif
sæt kartafla
gulrætur
blómkálshaus, lítill
kúrbítur
niðursoðnir tómatar
tómatpúrra
kjúklingakraftur, teningur
vatn
óreganó
ítölsk hvítlauksblanda, Pottagaldrar
salt og pipar
kotasæla frá MS
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
spínat
parmesanostur eða Goðdala Feykir
salt
pipar eftir smekk
lasagna plötur
rifinn Gratínostur frá Gott í matinn

Skref1

 • Skerið niður blaðlauk og setjið út á pönnu ásamt olíu, pressið hvítlaukinn og bætið saman við.
 • Skerið grænmetið niður eftir ykkar hentisemi en ég sker það smátt og set jafnvel í matvinnsluvél.
 • Bætið grænmetinu á pönnuna, steikið við meðal háan hita, í 5-7 mín, bætið þá niðursoðnum tómötum, tómatpúrru, tening og vatni saman við og kryddið.
 • Leyfið að malla í u.þ.b. 10 mín.

Skref2

 • Stillið ofn á 180°C.
 • Blandið saman í skál kotasælu, sýrðum rjóma, spínati, parmesan, salti og pipar og hrærið vel saman.

Skref3

 • Takið þá eldfast mót og byrjið að raða.
 • Fyrst kemur grænmetis blandan, síðan lasagna plata og kotasælu blandan ofan á.
 • Endurtakið þar til allt hráefnið er komið í mótið.
 • Endið á því að setja vel af osti yfir.
 • Setjið inn í ofn og bakið í u.þ.b. 30 mín.

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir