Menu
Boozt með grískri jógúrt og súkkulaði

Boozt með grískri jógúrt og súkkulaði

Ferskur og góður drykkur sem er tilvalinn í morgunmat eða sem millimál en uppskriftin dugar í 1-2 glös. Hann inniheldur kakó og kanil sem minnir helst að gómsætan eftirrétt. Þessi drykkur er einstaklega vinsæll hjá litla fólkinu og auðveldur og fljótlegur að gera. Hægt er að bæta við próteini fyrir þá sem vilja.

Innihald

1 skammtar
grísk jógúrt frá Gott í matinn
léttmjólk eða nýmjólk
banani, helst frosinn
kakó
kanill
möndlusmjör
chia fræ

Aðferð

  • Setjið allt í blandara og blandið vel saman.
  • Ef bananinn er ekki frosinn er gott að bæta við klökum.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir