Bolognese er matarmikil og rík kjötsósa sem hentar vel með spagettí en líka frábærlega í lasagna og cannelloni. Eldunartíminn skiptir miklu máli og því lengur sem hún fær að malla því betri er hún. Ef hægt er er gott að leyfa henni að vera á eldavélinni á vægum hita í 3 til 5 klukkustundir. Gott er að elda vænan skammt til að eiga afganga og frysta, einmitt til að geta gripið í og gert lasanja með stuttum fyrirvara.
| Ólífuolía | |
| Laukar, smátt skornir | |
| Sellerístönglar, smátt skornir | |
| Gulrætur, smátt skornar | |
| Beikonsneiðar, smátt skornar | |
| Nautahakk | |
| Svínahakk | |
| Tómatkraftur | |
| Niðursoðnir tómatar | |
| Salt og chillipipar, í duftformi | |
| Basilíka, söxuð |
Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir