Menu
Bollubrauð

Bollubrauð

Einföld uppskrift gerir um 20-24 bollur

Innihald

1 skammtar
Hveiti, 8-9,5 dl (hægt að nota spelt eða heilhveiti til móts við hveitið)
Sykur
Salt
Þurrger
Vatn
Olía

Fræ til skreytingar

Svört sesamfræ
Gyllt sesamfræ
Herbs de provence krydd
Önnur fræ eða krydd eftir smekk

Skref1

 • Ofnhiti: 180 °C
 • Mældu þurrefnin og blandaðu þeim saman í skál.
 • Blandaðu volgu vatninu saman við olíuna, helltu því saman við hveitið og hrærðu í deig.
 • Bættu hveiti við eftir þörfum og hnoðaðu þar til deigið sleppir auðveldlega frá hliðum skálarinnar.

Skref2

 • Láttu deigið hefast á hlýjum stað þar til það hefur tvöfaldast.
 • Settu fræin sem þú ætlar að nota í skálar.
 • Hafðu form (smelluform eða annað mátulegt form sem rúmar 20-24 bollur) tilbúið til að raða bollunum í og settu í það bökunarpappír.

Skref3

 • Taktu deigið úr skálinni og hnoðaðu það varlega með hveiti eftir þörfum.
 • Rúllaðu deigið í eina lengju og skerðu það í bita (þetta verða um 20-24 bollur).
 • Taktu einn bita, rúllaðu í kúlu og dýfðu í eina tegund af fræ eða kryddi. Raðaðu fyrstu bolluna í miðju formsins.
 • Taktu næsta bita, rúllaðu í bollu og dýfðu í aðra tegund af fræi (eða kryddi). Settu þessa bollu og þær næstu í hring í kringum bolluna í miðjunni með mismunandi fræjum (eða kryddi) ofan á. Haltu þessu áfram þar til formið er orðið fullt af fallegum bollum.
 • Láttu brauðið hefast þar til tvöfalt.
 • Bakaðu brauðið neðarlega íofninum í um 30 mínútur.
Skref 3

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal