Menu
Bollakökur með kampavínskremi

Bollakökur með kampavínskremi

Innihald

1 skammtar

Bollakökur:

Sykur
Smjör
Eggjahvítur
Vanilludropar
Hveiti
Matarsódi
Lyftiduft
Sýrður rjómi frá Gott í matinn
Kampavín - má sleppa og setja t.d. Sprite í staðinn

Krem:

Smjör
Flórsykur
Rjómi frá Gott í matinn
Vanilludropar
Kampavín
Matarlitur (ekki nauðsynlegur)

Skreyting:

Fíngerðar kökuskrautsperlur

Lakkríssósa:

Poki bingókúlur
Rjómasúkkulaði
Rjómi frá Gott í matinn

Skref1

  • Smjör og sykur er þeytt saman í hrærivélaskál.
  • Eggjahvítum og vanilludropum blandað saman við.
  • Hveiti, lyftidufti og matarsódi er sett saman í skál og síðan bætt saman við smjörblönduna.
  • Sýrða rjómanum og kampavíninu er að lokum bætt út í. Hrærið varlega í deiginu.

Skref2

  • Deigið er sett í muffinsform.
  • Mjög gott að hafa í huga að fylla þau að hálfu en þannig er auðveldara að skreyta kökurnar.
  • Bollakökurnar eru bakaðar við 180 °C hita (yfir og undir hita) í um 20 mínútur eða þar til þær eru bakaðar í gegn.

Skref3

  • Til að búa til kremið er öllum hráefnunum nema rjómanum blandað saman í hrærivélaskál.
  • Kremið þeytt vel með þeytaranum, því lengur sem kremið er þeytt því hvítara verður það og léttara í sér.
  • Að lokum er rjómanum blandað saman við ásamt matarlit ef ætlunin er að nota hann.

Skref4

  • Kökurnar eru skreyttar með til dæmis sprautustútnum 1M en þannig kemur fallegur turn.
  • Hver kaka er síðan skreytt með fíngerðu kökuskrauti.

Skref5

  • Það kemur einnig mjög vel út að setja örlítið af lakkríssósu á kökurnar en lakkríssósan er gerð þannig að öll hráefnin eru sett í pott og þau hituð þar til allt hefur samlagast.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir