Menu
Bollakökur með eplum, hnetum og rjómaostakremi

Bollakökur með eplum, hnetum og rjómaostakremi

Innihald

1 skammtar
Smjör, mjúkt
Púðursykur
Egg
Hveiti
Lyftiduft
Kanill
Eplasafi
Rautt epli, afhýtt, kjarnahreinsað og skorið í litla teninga
Pekanhnetur, saxaðar (rúmlega)
Þurrkuð trönuber, gróft söxuð (rúmlega)

Rjómaostakrem:

Rjómaostur frá Gott í matinn, við stofuhita
Púðursykur

Skraut:

Pekanhnetur
Hlynsýróp

Skref1

  • Stillið ofninn á 180°
  • Hrærið smjör og púðursykur saman í hrærivél þar til létt og ljóst.
  • Bætið eggjum út í, eitt í einu og þeytið vel á milli.
  • Setjið þurrefnin út í, hrærið örstutt og hellið epalsafanum saman við á meðan.
  • Blandið eplabitum, pekanhnetum og trönuberjum út í með sleikju.

Skref2

  • Skiptið deiginu niður í möffinsform.
  • Bakið í 15-20 mínútur eða þar til bakað í gegn.
  • Látið kólna áður en kremið er sett á.

Skref3

  • Hrærið saman rjómasosti og púðursykri þar til kremið verður mjúkt og áferðarfallegt.
  • Smyrjið eða sprautið á möffinskökurnar.
  • Skreytið með pekanhnetum og dreypið smá af hlynsýrópi yfir.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir