Menu
Bökuð ostakaka með lime

Bökuð ostakaka með lime

Einföld og frískandi ostakaka sem tekur enga stund að útbúa. Frábært desert yfir sumartímann en ekki síður allan ársins hring.

Innihald

12 skammtar
hafrakex
smjör
sweet mangó chutney

Kaka fylling

egg
sykur
lime safi og börkur
rjómaostur frá Gott í matinn
grísk jógúrt frá Gott í matinn

Skref1

  • Myljið kexið niður.
  • Bræðið smjör og blandið saman við kexið ásamt mangó chutney.
  • Setjið smjörpappír í botninn á forminu (um 22-24 cm stórt) og þrýstið kexblöndunni í formið.

Skref2

  • Þeytið saman egg og sykur.
  • Bætið rjómaostinum saman við eggjablönduna og hrærið vel saman.
  • Blandið saman grískri jógúrt, limesafa, limeberki og bætið saman við rjómaostablönduna.
  • Hellið í formið og bakið við 175°C í um 45 mínútur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson