Menu
Bökuð ostakaka með hvítu súkkulaði og bláberjum

Bökuð ostakaka með hvítu súkkulaði og bláberjum

Ostakökur standa alltaf fyrir sínu og bakaðar ostakökur eru skemmtileg tilbreyting. Þessi er létt og ljúffeng og ekki skemmir fyrir hversu einfalt það er að búa hana til.

Innihald

12 skammtar

Botn:

mulið Digestive kex
brætt smjör

Fylling:

hvítt súkkulaði
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
grískt jógúrt frá Gott í matinn
sykur
egg
Fínrifinn börkur af einni sítrónu

Krem:

rjómi frá Gott í matinn
sýrður rjómi frá Gott í matinn
vanillusykur
bláber

Skref1

 • Stillið ofninn á 175°.
 • Klæðið lausbotna hringform sem er um 24 cm í þvermál með bökunarpappír.
 • Þrýstið kexmulningnum á botninn og upp með köntunum.
 • Bakið í 10 mínútur.
 • Takið úr ofninum og lækkið hitann í 150°.

Skref2

 • Bræðið súkkulaðið á lágum hita.
 • Hrærið saman á meðan rjómaosti, grískri jógúrt og sykri.
 • Bætið eggjum, sítrónuberki og hvíta súkkulaðinu saman við. Hrærið.
 • Hellið ofan á forbakaðan botninn. Setjið formið frekar neðarlega í ofninn og bakið í 30-40 mínútur. Látið kólna.

Skref3

 • Léttþeytið rjómann.
 • Blandið sýrðum rjóma saman við ásamt vanillusykri.
 • Breiðið yfir kökuna og sáldrið bláberjum þar ofan á.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir