Menu
Bökuð ostakaka með hvítu súkkulaði

Bökuð ostakaka með hvítu súkkulaði

Það er eitthvað við áferðina á bökuðum ostakökum sem gerir þær svo góðar. Þessi er engin undantekning og ótrúlegt hvað kókósmjölið í botninum gerir mikið fyrir bragðið.

Innihald

12 skammtar

Botn

hafrakex
kókosmjöl
púðursykur
smjör

Fylling

hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
flórsykur
vanilludropar
hvítt súkkulaði (brætt)
egg
eggjarauða

Skref1

  • Myljið kexið og blandið með kókosmjöli og púðursykri.
  • Bræðið smjörið og blandið saman við kexið.
  • Setjið í botninn á 24 cm smelluformi. Gott er að setja smjörpappír undir.
  • Kælið.

Skref2

  • Hrærið saman rjómaosti, flórsykri og vanilludropum.
  • Blandið bræddu súkkulaðinu varlega saman við.
  • Bætið loks við eggjum og rauðu í tveim skömmtun, blandið vel á milli.

Skref3

  • Hellið fyllingunni í formið og bakið við 175°C í um 50-60 mínútur.
  • Kælið kökuna áður en formið er losað.

Skref4

  • Skreytið með ferskum berjum og hvítu súkkulaði og berið fram vanillu eða berjaskyri.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson