Menu
Bökuð ostaflétta

Bökuð ostaflétta

Dala Auður er einn uppáhalds osturinn minn og hér kemur útfærsla með honum þar sem ég fyllti smjördeig með osti og gúmelaði og bakaði í ofni, algjört nammi!

Innihald

1 skammtar
Dala Auður
smjördeigsplötur (keyptar frosnar)
fíkjusulta
pekanhnetur
púðursykur
síróp
cayenne pipar
egg til penslunar
ferskar fíkjur

Skref1

  • Afþíðið smjördeigsplöturnar.
  • Raðið tveimur saman hlið við hlið langsum og næstu tveimur í beinni línu þar fyrir ofan og klemmið saman samskeytin.

Skref2

  • Sjóðið saman púðursykur, síróp og pipar í um 5 mínútur, saxið pekanhneturnar gróft á meðan og hellið þeim síðan saman við og hjúpið vel.
  • Takið af hellunni og hrærið áfram þar til þær hafa drukkið sykurbráðina í sig og sykurhjúpurinn fer að storkna, geymið.

Skref3

  • Smyrjið miðjuna á smjördeiginu með fíkjusultu og skerið um 2 cm breiðar ræmur skáhallt niður sitthvoru megin við miðjuna (til að vefja yfir góðgætið í lokin).
  • Skerið ostana niður í litla bita og hrúgið yfir sultuna ásamt pekanhnetunum (geymið smá af hnetum til skrauts).
  • Pískið eggið og vefjið smjördeigsræmunum yfir miðjuna og penslið í framhaldinu (þá festast þær betur saman).
Skref 3

Skref4

  • Bakið í 200° heitum ofni í 20 mínútur eða þar til smjördeigið er orðið vel gyllt.
  • Skerið ferskar fíkjur niður og raðið ofan á ostafléttuna ásamt restinni af pekanhnetunum.
  • Það má síðan að sjálfsögðu leika sér með fyllingar. Það gæti til dæmis líka verið gott að setja pestó og hráskinku með ostinum eða annað gúmelaði.
Skref 4

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir