Menu
Bökuð Dala Auður með chili og heitu hunangi

Bökuð Dala Auður með chili og heitu hunangi

Hér gæti verið á ferðinni besti bakaði ostur sem ég hef prófað. Dala Auður með chili er fullkomin til að baka með heitu hunangi og hnetum og úr verður veisla fyrir bragðlaukana.

Innihald

1 skammtar
Dala Auður með chili
salthnetur, gróft saxaðar
rauður chilipipar í sneiðum
ólífuolía
hunang
ferskt timían (má sleppa)

Meðlæti

baguette brauð eða gott kex

Aðferð

  • Kveikið á ofni á 180 gráðum með blæstri.
  • Leggið Dala Auði í lítið eldfast mót og skerið litlar rifur í toppinn á ostinum
  • Hrærið saman í skál salthnetum, chili, ólífuolíu og hunangi.
  • Setjið blönduna ofan á ostinn og bakið í u.þ.b 15 mínútur eða þar til osturinn er mjúkur og fallega gylltur.
  • Berið fram heitt með niðurskornu snittubrauði eða kexi

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir