Menu
Blómkálssúpa með beikoni

Blómkálssúpa með beikoni

Innihald

1 skammtar
Blómkál
Olía
Salt og pipar
Timjan
Beikon
Laukur, saxaður
Hvítlauksgeiri, saxaður
Hvítvín
Kjúklinga- eða grænmetissoð
Lárviðarlauf
Rjómi frá Gott í matinn (400-500 ml)
Óðals Cheddar ostur, rifinn
Graslaukur

Skref1

 • Hitið ofinn í 200 gráður.
 • Skerið blómkálið niður í bita.
 • Setjið á bakka sem er með álpappír ofan á.
 • Dreifið úr blómkálinu á bakkanum.
 • Olía, salt og pipar dreift yfir blómkálið og látið bakast í ofninum í um 20 mínútur.

Skref2

 • Skerið beikon í bita og steikið í stórum potti þar til stökkt.
 • Leggið beikonið á eldhúspappír og geymið.
 • Steikið laukinn úr sama potti og notið fituna úr beikoninu.
 • Steikið laukinn í um 5 mínútur.
 • Bætið við hvítlauk og steikið í um 2 mínútur.
 • Bætið við hvítvíni og látið sjóða í 2 mínútur.

Skref3

 • Bætið við soðinu, blómkálinu, lárviðarlaufi og timjan kryddi eftir smekk.
 • Sjóðið í um 20 mínútur og maukið súpuna með töfrasprota.
 • Bætið við rjóma þar til þú færð réttu þykktina á súpuna.

Skref4

 • Hellið súpu í skálar.
 • Setjið beikon, Óðals Cheddar og graslauk yfir.
 • Njótið!

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir