Menu
Bláberjaterta með marengs

Bláberjaterta með marengs

Virkilega góð kaka sem gott er að bera fram með léttþeyttum rjóma.

Innihald

1 skammtar
Mjúkt smjör
Sykur
Eggjarauður
Vanilla
Hveiti
Mjólk

Marengs:

Eggjahvítur
Sykur
Bláber

Skref1

  • Stillið ofninn á 200° undir- og yfirhita.
  • Hrærið smjör og sykur létt og ljóst.
  • Bætið eggjarauðum saman við, einni í einu. Hrærið vel saman á milli.
  • Bætið vanilludropum saman við. Þá hveiti og loks mjólk. Hrærið eins stutt og hægt er.
  • Setjið deigið í kringlótt bökunarmót, klætt bökunarpappír.
  • Bakið neðarlega í ofninum í 12-15 mínútur.

Skref2

Skref3

  • Stífþeytið eggjahvítur og bætið sykrinum saman við smátt og smátt og þeytið síðan aðeins áfram.
  • Blandið bláberjum varlega saman við með sleif.
  • Dreifið marengsnum yfir tertubotninn.
  • Hækkið hitann í 250°og bakið tertuna áfram í 5-8 mínútur.
  • Fylgist vel með svo marensinn brenni ekki.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir