Menu
Bláberjakaka með vanillukremi

Bláberjakaka með vanillukremi

Bláberjakakan er dásamlega góð með vanillukremi eða þeyttum rjóma.

Uppskriftina að vanillukreminu má helminga með góðu móti.

Innihald

1 skammtar

Bláberjakaka:

smjör, brætt
hvítt súkkulaði
egg
sykur
hveiti
vanillusykur eða dropar
Örlítið salt á hnífsoddi
bláber

Vanillukrem:

eggjarauður
sykur
maizenamjöl
rjómi frá Gott í matinn
mjólk
vanillustöng, 1-2 stk.

Skref1

 • Stillið ofnhitann í 175°C.
 • Bræðið smjör og bætið súkkulaði saman við og látið það bráðna í smjörinu.
 • Þeytið egg og sykur svo það verði létt og ljóst.
 • Blandið hveiti, vanillu og salti saman við eggjaþeytinginn og hrærið varlega svo blandist vel.
 • Hellið smjörsúkkulaðinu út í og blandið saman við.
 • Síðast er helmingnum af bláberjunum hrært saman við deigið.
 • Hellið deiginu í form (gott að tylla bökunarpappír í formið) og bakið kökuna í miðjum ofninum í um 20 mínútur.
 • Látið kökuna kólna aðeins áður en hún er borin fram.

Skref2

 • Næst er það vanillukremið.
 • Setjið eggjarauður í skál og þeytið vel saman með sykri og maizenamjöli.
 • Hellið rjóma og mjólk í pott og látið suðuna koma upp.
 • Skrapið vanillustöngina og setjið vanillukornin út í mjólkina.
 • Takið pottinn af hitanum og þeytið eggjablönduna saman við rjómablandið.
 • Setjið pottinn aftur á hitann, lækkið hitann og hrærið stöðugt í á meðan vanillukremið byrjar að þykkna. Þetta tekur nokkrar mínútur, mögulega 5-10.
 • Kremið er tilbúið þegar það er orðið verulega þykkt og helst nokkurn veginn á skeiðinni þegar þú setur krem í hana.
 • Látið kremið kólna aðeins áður en það er borið fram með kökunni.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal