Menu
Bláberja brauðréttur

Bláberja brauðréttur

Virkilega góður réttur fyrir brunchinn sem best er að útbúa daginn áður.

Innihald

6 skammtar
baguette, skorið í teninga
bláberjasulta
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
stór egg (eða 3 lítil)
matreiðslurjómi eða rjómi frá Gott í matinn
kanill
vanilla
púðursykur
Smjörklípa

Tillaga að meðlæti:

Þeyttur rjómi frá Gott í matinn
Grísk jógúrt frá Gott í matinn
Sýróp
Fersk bláber

Skref1

 • Smyrjið eldfast mót með smjörklípu.
 • Setjið helminginn af brauðteningunum á botninn.

Skref2

 • Hitið sultuna þar til hún verður laus í sér.
 • Hellið henni yfir brauðteningana og setjið rjómaostinn yfir í klípum hist og her.

Skref3

 • Setjið restina af brauðteningunum yfir.

Skref4

 • Pískið saman eggjum, rjóma/matreiðslurjóma, kanil og vanilludropum.
 • Hellið yfir brauðréttinn.
 • Sáldrið púðursykrinum að lokum yfir.

Skref5

 • Setjið álpappír yfir og geymið í kæli í a.m.k. 3 tíma, helst lengur.

Skref6

 • Stillið ofninn á 160°.
 • Bakið með álpappírnum í 20 mínútur.
 • Takið þá álpappírinn af og bakið áfram í 10-15 mínútur.

Skref7

 • Berið volgt fram með meðlætinu.
Skref 7

Höfundur: Erna Sverrisdóttir