Menu
Bláberja eða Banana- og kókos möffins með rjómaostakremi

Bláberja eða Banana- og kókos möffins með rjómaostakremi

Innihald

1 skammtar

Möffins:

hveiti
haframjöl
lyftiduft
hrásykur
sjávarsalt á hnífsoddi
18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
egg
rifinn sítrónubörkur
repjuolía

Fyrir bláberjamöffins:

fersk eða frosin bláber

Fyrir banana og kókosmöffins:

af maukuðum banana
kókosmjöl

Rjómaostakrem:

rjómaostur við stofuhita frá Gott í matinn
mjúkt smjör
flórsykur (2-2,5 dl)
sítrónusafi

Skref1

 • Stillið ofninn á 180°.

Skref2

 • Blandið saman þurrefnunum. Setjið kókosmjöl saman við ef gera á banana- og kókosmöffins.

Skref3

 • Hrærið saman í annarri skál sýrðum rjóma, eggjum, sítrónuberki og repjuolíu.
 • Hér er gott að bæta bananamauki saman við hræruna ef gera á banana- og kókosmöffins.
 • Bætið saman við þurrefnin og hrærið varlega.
 • Hér er gott að bæta bláberjum saman við ef útbúa á bláberjamöffins.

Skref4

 • Skiptið deiginu niður á 12 möffinsform og bakið í 25 mínútur eða þar til bakað í gegn.
 • Varist að ofbaka.

Skref5

 • Hrærið öllu saman sem á að fara í kremið og smyrjið því jafnt á kökurnar.
 • Skreytið með kókosmjöli eða söxuðum hnetum, ef vill.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir