Menu
Bláber og rjómi

Bláber og rjómi

Það er fátt sem jafnast á við glæný bláber og ískaldan rjóma, enda einfaldlega ómótstæðileg tvenna!

Innihald

1 skammtar
rjómi frá Gott í matinn
fersk bláber
sykur, má sleppa

Aðferð

  • Setjið bláber í skál en magnið fer bara eftir smekk og lyst hvers og eins.
  • Hellið vel af rjóma yfir bláberin.
  • Rjómann má einnig þeyta sem getur verið skemmtileg tilbreyting.
  • Stráið sykri yfir í lokin ef þið viljið en honum má að sjálfsögðu sleppa og þá verður útkoman algjör hollustubomba!
Aðferð

Höfundur: Gott í matinn