Menu
Biscotti með súkkulaði og pistasíuhnetum

Biscotti með súkkulaði og pistasíuhnetum

Klassísk ítölsk biscotti með smá lúxusívafi, bakaðar tvisvar til að fá hina fullkomnu áferð, stökkar að utan en örlítið mjúkar að innan. Fullkomnar með góðum kaffibolla. Einnig sniðug jólagjöf með góðri bók.

Innihald

1 skammtar
smjör, við stofuhita
sykur
púðursykur
egg
vanilludropar
möndludropar
hveiti
lyftiduft
sjávarsalt
pistasíuhnetur
dökkt súkkulaði

Toppur

dökkt súkkulaði
pistasíuhnetur, smátt skornar

Skref1

  • Hitið ofninn í 170 gráður og setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
  • Hrærið smjör, sykur og púðursykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
  • Bætið eggjum saman við ásamt vanilludropum og möndludropum.
  • Setjið hveiti, lyftiduft og salt saman í skál og hrærið vel saman. Blandið saman við og hrærið vel saman.

Skref2

  • Grófsaxið pistasíuhneturnar ásamt súkkulaðinu og blandið saman við deigið.
  • Hrærið létt þar til allt hefur náð að blandast vel saman.
  • Setjið hveiti á eldhúsbekkinn og hnoðið deigið léttilega svo það festist saman.
  • Skiptið deiginu niður í 3 parta og formið sívala hleifa úr því, ca. 10 cm að breidd og setjið á bökunarplötu.
  • Bakið í 25 mínútur.

Skref3

  • Takið hleifana út úr ofninum og látið þá standa í 10 mínútur.
  • Skerið hleifana í um 2 um þykkar sneiðar og leggið á plötuna með sárið upp.
  • Bakið í 10 mínútur.
  • Snúið kökunum við á hina hliðina og bakið í aðrar 10 mínútur.
  • Kælið kökurnar, kökurnar eiga að vera stökkar og góðar.

Skref4

  • Bræðið súkkulaði í skál inni í örbylgjuofni þar til súkkulaðið hefur nánast allt bráðnað. Hrærið vel í því þar til súkkulaðið er orðið slétt og fínt.
  • Dýfið endanum á hverri köku ofan í súkkulaðið eða eins og þið viljið og setjið saxaðar pistasíuhnetur yfir súkkulaðið.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir