Menu
Besti borgarinn

Besti borgarinn

Góður ostur setur svo sannarlega punktinn yfir i-ið þegar kemur að góðum hamborgara og þar eru Óðalsostarnir fremstir í flokki.

Innihald

4 skammtar
nautahakk
dijon sinnep
egg
Óðals Hávarður, rifinn
brauðrasp
chipotle (reykt chilimauk)
salt og pipar

Meðlæti:

hamborgarabrauð
rauðlaukur
bufftómatar
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
dijon sinnep
Óðals Cheddar
iceberg salat

Skref1

  • Blandið öllum hráefnum saman í skál.
  • Osturinn Óðals Hávarður hét áður Óðals Havarti og þá bar borgarinn nafnið Havarti hamborgari.

Skref2

  • Mótið því næst fjóra hamborgara í höndunum og grillið eða steikið á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið.

Skref3

  • Setjið cheddar ost yfir hamborgarana og leyfið honum að bráðna.

Skref4

  • Berið hamborgarana fram með sýrðum rjóma, dijon sinnepi, iceberg, sneiddum bufftómati og rauðlauk.

Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir