Menu
Berjaþrenna með vanillurjóma og marengs

Berjaþrenna með vanillurjóma og marengs

Ofureinfaldur og einstaklega ljúffengur efttiréttur sem tekur nokkrar mínútur að útbúa.

Innihald

4 skammtar
rjómi frá Gott í matinn
vanillustöng
flórsykur
kirsuber, steinhreinsuð og skorin í bita
bláber
jarðarber, skorin í fjóra bita
marengsbotn (t.d. keyptur púðursykurmarengsbotn)

Skref1

  • Skafið vanillufræin innan úr vanillustönginni.
  • Setjið út í rjómann ásamt flórsykrinum.
  • Þeytið þar til rjóminn er léttþeyttur, passið að stífþeyta hann ekki. Áferðin á að vera eins og þykk súrmjólk.

Skref2

  • Brjótið marengs í botninn á fjórum glösum, setjið kirsuber þar ofan á.
  • Því næst rjóma, svo meiri marengs, bláber, rjóma, marengs og endið á jarðarberjunum.
  • Best að bera þetta fram innan við klst. frá því að rétturinn er búinn til því það er gott að marengsinn sé ennþá svolítið stökkur.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir