Menu
Beikonrúllur með eplum og Óðals Cheddar

Beikonrúllur með eplum og Óðals Cheddar

Einfaldlega ljúffengar. 

Innihald

6 skammtar
sneiðar franskbrauð
sneiðar beikon
grænt epli
Óðals Cheddar ostur

Skref1

  • Skerið skorpuna af brauðinu og rúllið yfir hverja sneið með kökukefli þannig að brauðið verði þynnra.
  • Skerið svo hverja brauðsneið í tvennt.

Skref2

  • Flysjið eplið og skerið í þunna báta.
  • Skerið hverja beikonsneið í tvennt.
  • Skerið cheddar ost með ostaskera og leggið eina sneið á hvern brauðsneiðar helming, leggið því næst eplabita ofan á og rúllið upp.
  • Vefjið að lokum beikoni utan um og leggið á bökunarplötu (rúllurnar má líka gera fyrir fram og geyma í ísskáp þar til bakaðar).
  • Bakið rúllurnar við 200 gráður í um það bil 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og beikonið orðið stökkt.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir