Menu
Beikonosta skonsur með eggjahræru og avókadó

Beikonosta skonsur með eggjahræru og avókadó

Frábær réttur í helgarbrönsinn eða þegar þig langar í létta máltíð.

Innihald

8 skammtar

Beikonosta-skonsur

hveiti
lyftiduft
sykur
sjávarsalt á hnífsoddi
svartur pipar
smjör, skorið í örsmáa teninga
rifinn cheddarostur
beikonsneiðar
egg
mjólk

Eggjahræra

egg
rjómi eða mjólk
salt
saxaður vorlaukur
mozzarellaostur, rifinn

Skref1

 • Stillið ofninn á 200°.
 • Saxið beikonið og steikið á pönnu. Setjið til hliðar.

Skref2

 • Hrærið saman hveiti, lyftidufti, salti, pipar og sykri. Bætið smjörinu saman við og myljið það saman við með höndunum.
 • Setjið ⅔ af beikoninu og ⅔ af ostinum saman við deigið.
 • Búið til holu í deigið og setjið mjólk og eggið þar ofan í. Hrærið saman en passið að ofhnoða ekki.

Skref3

 • Leggið deigið á borðplötu og skerið út átta kökur með hringformi eða glasi sem er um 5 cm í þvermál.
 • Setjið skonsurnar á bökunarplötu klædda bökunarpappír. +
 • Penslið þær með smá mjólk og sáldrið restinni af beikoninu og ostinum yfir.
 • Bakið í 10-12 mínútur.

Skref4

 • Þá er það eggjahræran. Pískið saman allt nema ostinn.
 • Hitið pönnu við lágan hita og hellið á hana olíu.
 • Hellið eggjahrærunni á pönnuna. Hrærið ekki.
 • Þegar eggin byrja að stífna við kannt og í miðju lyftið þá hrærunni með spaða.
 • Sáldrið ostinum yfir og haldið áfram að lyfta með spaða, þar til eggjahræran er tilbúin.

Skref5

 • Skerið skonsurnar í tvennt og smyrjið með majónesi.
 • Setjið eggjarhræru og lárperusneiðar ofan á og leggið saman.
 • Njótið!

Höfundur: Erna Sverrisdóttir