Menu
BBQ kjúklingasalat með stökkum grillostateningum

BBQ kjúklingasalat með stökkum grillostateningum

Ég er alltaf að leita að nýjum útgáfum af kjúklingasalötum og er algjörlega á því að salat þurfi bara aldrei að þýða eitthvað þurrt og bragðlaust. Þetta salat hittir í mark og rúmlega það. Steiktu grillosta bitarnir eru frábærir, einstaklega stökkir og mögulega ávanabindandi. Svona salat uppskrift er svo auðvitað þannig að aðlaga má að smekk hvers og eins hvað fer út í, en svona þykir okkur það best.

Innihald

1 skammtar
Grillostur frá Gott í matinn
úrbeinuð kjúklingalæri (8 stk.)
salatbakki með blönduðu salati
tómatar
rauðlaukur
agúrka
rifinn Mozzarella ostur frá Gott í matinn
grill og steikarkrydd eða blandað kjúklingakrydd
BBQ sósa til penslunar

Sósa

sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
majónes
BBQ sósa
chilimauk, t.d. sambal oelek (eða minna eftir smekk)
hvítvínsedik
hunang eða önnur sæta

Skref1

 • Byrjið á að hita ofn í 200°C með blæstri.
 • Raðið kjúklingalærunum á plötu, kryddið og bakið í 15 mínútur.
 • Penslið þau þá ríflega með BBQ sósu og bakið áfram í 10 mínútur.
 • Það má líka grilla lærin, það er ekki síðra.

Skref2

 • Gerið sósuna á meðan kjúklingurinn bakast.
 • Hrærið öllum hráefnunum saman í skál og smakkið ykkur áfram með chilli, BBQ sósu og hunangi.

Skref3

 • Skerið grillostinn í teninga, svipaða af stærð og brauðteninga.
 • Hitið vel af olíu á pönnu við meðalháan hita og steikið ostinn á öllum hliðum þar til gullinbrúnn og stökkur.
 • Gott er að krydda ostinn eftir steikingu með grill- eða steikarkryddi.
 • Færið ostinn á eldhúspappír.

Skref4

 • Setjið salatið saman.
 • Skerið grænmetið og setjið á fallegan salatdisk.
 • Skerið kjúklinginn í strimla og leggið yfir, stráið yfir rifnum osti eftir smekk.
 • Endið á grillostateningunum og toppið með smá sósu.
 • Berið fram strax með auka sósu til hliðar.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir