Menu
Banoffee bananapæ

Banoffee bananapæ

Margir þekkja Banoffee – sem er klassísk blanda af Dulce de leche karamellusósu og banana. Hér í einföldum búningi með hafrakexi og rjóma og saman verður þetta hið dýrindis pæ sem hentar vel sem léttur eftirréttur sem á ávallt erindi á borð.

Innihald

1 skammtar
hafrakex, t.d. Hobnobs
smjör
sykur
dulce de leche karamellusósa, t.d. Stonewall Kitchen (365 g)
bananar
rjómi frá Gott í matinn
ber til skrauts (má sleppa)

Skref1

  • Myljið kexið í matvinnsluvél og bræðið smjör.
  • Blandið kexi og smjöri saman ásamt matskeið af sykri.
  • Setjið í form af stærðinni 20-25 cm og þrýstið niður í botninn og upp með köntunum, gott er að nota dl mál eða eitthvað með flötum botni til að þétta kexið.

Skref2

  • Dreifið úr karamellunni yfir kexið, skerið bananana í sneiðar og dreifið yfir karamelluna.
  • Þeytið þá rjóma og dreifið úr honum yfir.
  • Skreytið með berjum og banana.
Skref 2

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir