Menu
Bananarúlluterta með súkkulaðihjúp

Bananarúlluterta með súkkulaðihjúp

Einu sinni hélt ég að rúllutertubakstur væri óttalegt maus og vesen og ekkert á allra færi að framkvæma. Það var mikill misskilningur. Þetta er meira að segja bara frekar einfalt og fljótlegt. Ég þarf svo varla að selja ykkur samsetninguna á rjóma, banana og súkkulaði. Draumkennt ef þið spyrjið mig. Þetta hreinlega steinliggur og ég vona að þið prófið öll að gera rúllutertu við fyrsta tækifæri.

Innihald

8 skammtar

Rúlluterta:

Stór egg
Sykur
Hveiti
Kakó
Lyftiduft
Salt

Súkkulaðihjúpur:

Rjómi frá Gott í matinn
Súkkulaði

Fylling:

Rjómi frá Gott í matinn
Flórsykur
Vanilluextract
Bananar, stappaðir

Rúlluterta

  • Hitið ofn í 200 gráður með blæstri. Þekjið um 30x40 cm form að innan með bökunarpappír. Þeytið mjög vel saman egg og sykur eða þar til blandan er létt og ljós, þeytið í minnst fimm mínútur á hæsta styrk.
  • Sigtið hveitið, kakóið, lyftiduftið og saltið saman við blönduna og blandið varlega saman við. Gætið þess að missa ekki loftið úr eggjablöndunni. Hellið deiginu í bökunarform, sléttið vel úr með sleikju og bakið í 8-10 mínútur eða þar til prjóni sem stungið er í miðjan botninn kemur hreinn upp.
  • Leggið bökunarpappír, aðeins stærri en kökubotninn, ofan á viskastykki á borði. Stráið 1 msk. af sykri jafnt yfir pappírinn. Hvolfið kökubotninum ofan á sykraða bökunarpappírinn um leið og þið takið hann úr ofninum og losið bökunarpappírinn sem var undir kökubotninum. Rúllið botninum upp með viskastykkinu og látið kólna í 30 mínútur eða á meðan þið gerið hjúpinn og fyllinguna. Athugið að rúlla botninum upp á styttri hliðinni.

Súkkulaðihjúpur

  • Saxið súkkulaðið smátt.
  • Hitið rjómann að suðu (ekki láta sjóða) og takið af hitanum.
  • Hellið súkkulaðinu út í pottinn og hrærið þar til súkkulaðið er alveg bráðnað og glansandi.
  • Hellið í skál og látið kólna þannig að hjúpurinn þykkni aðeins.
  • Líka hægt að setja í ísskáp í upp undir 30 mínútur.

Fylling

  • Þeytið rjómann ásamt flórsykri og vanillu þar til stífþeyttur.
  • Blandið vel stöppuðum banana saman við.
  • Takið rúllutertubotninn varlega í sundur.
  • Smyrjið fyllingunni jafnt yfir botninn og rúllið upp aftur.
  • Setjið á fat eða tertudisk og dreifið súkkulaðihjúpnum jafnt yfir.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir