Menu
Bananakaka með söltuðu karamellukremi og pekanhnetum

Bananakaka með söltuðu karamellukremi og pekanhnetum

Innihald

1 skammtar
hveiti
kókos
lyftiduft
matarsódi
maldon sjávarsalt
smjör við stofuhita
púðursykur
sykur
egg
þroskaðir bananar
sterkt kaffi
mjólk
vanilludropar

Saltað karamellukrem:

smjör við stofuhita
flósykur
vanilludropar
karamellusósa (eða um 100 g, t.d. íssósa eða karamellusíróp)
maldon sjávarsalt

Toppur:

Pekanhnetur
Saltstangir
Karamellusíróp
Maldon sjávarsalt

Skref1

  • Stillið ofninn í 180 gráðu hita.
  • Setjið smjörpappír í botninn á tveimur 20 cm hringlaga kökuformum.
  • Blandið hveiti, kókós, lyftidufti, matarsóda og salti saman í skál og hrærið saman.
  • Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
  • Bætið eggjum saman við einu í senn og hrærið á milli.
  • Stappið bananana og setjið saman við ásamt kaffi, mjólk og vanilludropum.
  • Því næst blandið þið hveitiblöndunni rólega saman við og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman og blandan er orðin slétt og fín.
  • Skiptið deiginu jafnt á milli formanna tveggja og bakið í um 25-30 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.
  • Kælið botnana alveg áður en þið setjið kremið á.

Skref2

  • Hrærið smjörið þar til það er orðið ljóst og létt.
  • Blandið flórsykri rólega saman við og hrærið vel á milli.
  • Setjið karamellusósuna saman við ásamt saltinu og vanilludropum.
  • Hrærið þar til kremið er orðið slétt og fínt.

Skref3

  • Setjið kremið á milli botnana og utan um alla kökuna.
  • Saxið pekanhnetur og setjið ofan á toppinn á kökunni og raðið saltstöngum misháum í kringum kökuna.
  • Ef þið viljið aðeins meiri karamellu þá er gott að setja smá karamellusíróp og salt ofan á toppinn.
  • Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.
  • Gott er þó að taka hana út um 20 mín áður en hún er borin fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir