Menu
Bakaður ostur með grilluðum paprikum og pestó

Bakaður ostur með grilluðum paprikum og pestó

Ómótstæðilega góður smáréttur sem hentar fullkomlega í saumaklúbbinn eða einfaldlega til þess að gera vel við sig á góðum degi.

Innihald

4 skammtar
Dala Auður
rautt pestó (t.d. með grillaðri papriku)
grillaðar paprikur í krukku
furuhnetur
fersk basilíka

Meðlæti:

Baguette, kex, hnetur, hráskinka, vínber eða annað sem ykkur dettur í hug

Skref1

  • Takið ostinn úr umbúðunum og leggið í eldfast mót eða á bökunarpappír.

Skref2

  • Setjið vel af pestó ofan á hann, skerið grillaðar paprikur niður og setjið þar næst ásamt furuhnetum.

Skref3

  • Bakið við 190°C í um 10 mínútur.

Skref4

  • Stráið smá ferskri basilíku yfir og berið fram með góðu brauði, kexi og öðru meðlæti.
Skref 4

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir