- Þessa sultu fékk ég fyrir mörgum mörgum árum hjá Henný vinkonu en hún er hin fullkomna sulta með ostum og öðru góðgæti. Uppskriftin dugar í 6-10 krukkur (eftir stærð) og því alveg nóg að gera aðeins hálfa uppskrift til eigin nota reglulega. Hins vegar er gaman að gefa góða sultu og þessi sulta er tilvalin gjöf til að senda vini með heim úr heimboði.
Chilli- og paprikusulta
- Hreinsið fræin innan úr bæði papriku og chilli, skerið gróft niður, setjið í blandara og maukið niður.
- Setjið chilli- og paprikumauk í pott ásamt sykri og ediki og náið upp suðunni, lækkið aðeins og leyfa að malla í um 15 mínútur. Mikilvægt er að hræra reglulega í á meðan.
- Setjið sultuhleypinn út í blönduna og hrærið vel í nokkrar mínútur til viðbótar.
- Hellið í krukkur og leyfið krukkunum að standa opnum á borðinu á meðan sultan kólnar niður.
- Lokið síðan og geymið í kæli fram að notkun.
Bakaður ostur
- Hitið ofninn í 180°.
- Setjið ostinn í eldfast mót, hellið sultunni yfir og bakið í um 15 mínútur.
- Stráið furuhnetum og rósmaríni yfir í lokin og berið fram með góðu kexi eða brauði.
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir