Menu
Bakaður lax með piparrótarrjómasósu og kókosflatbrauði

Bakaður lax með piparrótarrjómasósu og kókosflatbrauði

Innihald

4 skammtar

Laxinn:

Laxaflak, roðflett og skorið í átta bita (einnig hægt að nota silung)
af bökunarpappír
Rjómi frá Gott í matinn
Tilbúið piparrótarmauk
Sjávarsalt og svartur pipar
Kapers, eftir smekk
Saxaður graslaukur eftir smekk
Rúgbrauð
Hvítlauksrif, marin
Ólífuolía

Kókosflatbrauð:

Hveiti
Kókosmjöl
Sjávarsalt
Sjóðandi vatn
Ólífuolía

Skref1

 • Byrjið á að útbúa rúgbrauðsmylsnuna.
 • Setjið rúgbrauð í matvinnsluvél og hakkið.
 • Hrærið mylsnunni saman við 2 msk. ólífuolíu og hvítlaukinn.
 • Saltið aðeins og piprið.
 • Setjið á ofnplötu klædda bökunarpappír og bakið í ofni í 5 mínútur við 200°. Setjið til hliðar.

Skref2

 • Útbúið sósuna.
 • Hrærið saman rjóma og piparrótarmauki. Saltið og piprið.

Skref3

 • Leggið laxabitana á bökunarpappír.
 • Setjið tæplega 2 msk. af sósunni yfir hvern bita.
 • Lokið síðan vandlega svo úr verði bögglar.
 • Bakið í 10 mínútur við 200°.
 • Dreifið graslauk, kapers og rúgbrauðsmylsnu yfir.

Skref4

 • Gott er að bera laxinn fram með kókosflatbrauði.
 • Setjið fyrstu þrjú hráefnin í skál og blandið saman.
 • Búið til holu í miðjunni og hellið olíu og vatni ofan í.
 • Hrærið saman og hnoðið.
 • Bætið við hveiti ef þurfa þykir, þar til þið fáið mjúkt og óklístrað deig.
 • Skiptið deiginu í fjóra hluta. Fletjið hvern hluta út í 20 cm kökur.
 • Þurrsteikið á pönnu í um 1 mínútu hvora hlið.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir