Menu
Bakaður Dala Camembert með sólþurrkuðum tómötum

Bakaður Dala Camembert með sólþurrkuðum tómötum

Bakaður Dala Camembert slær alltaf í gegn en hér er um að ræða girnilega útgáfu með sólþurrkuðum tómötum og hvítlauk.

Berið fram með ferskri steinselju og brauði eða kexi.

Innihald

4 skammtar
Dala Camembert
sólþurrkaðir tómatar
hvítlauksrif
salt
fersk steinselja

Skref1

  • Setjið ostinn í eldfast mót eða á bökunarpappír.

Skref2

  • Takið olíuna af sólþurrkuðu tómötunum og saxið þá smátt niður.

Skref3

  • Blandið hvítlauknum saman við tómatana og setjið ofan á ostinn ásamt salti.

Skref4

  • Bakið í 15-20 mínútur í ofni við 180 gráðu hita.
Skref 4

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir