Menu
Bakaður Camembert með parmaskinku og hunangi

Bakaður Camembert með parmaskinku og hunangi

Hér er á ferðinni ótrúlega einfaldur og góður réttur sem hentar vel sem forréttur, fullkominn réttur í saumaklúbbinn eða hittinginn. Nú eða einfaldlega sem kvöldmatur þegar þú vilt hafa eitthvað einfalt og gott.

Innihald

1 skammtar
Dala Camembert
parma skinka
kasjúhnetur eða aðrar hnetur
hot honey eða venjulegt hunang
ferskt rósmarín eða krydd
súrdeigsbrauð eða kex

Skref1

  • Skerið Camembert ostinn í munnbita og raðið í eldfast mót.
  • Skerið hverja sneið af parmaskinkunni í tvo til þrjá bita og raðið henni í kringum ostinn í eldfasta mótinu.
  • Næst eru kasjúhneturnar skornar smátt og þær settar yfir ostinn ásamt hunangi og rósmaríni.
Skref 1

Skref2

  • Bakið réttinn í 5-7 mínútur við 180°C eða þar til osturinn hefur bráðnað.
  • Berið strax fram með ristuðu súrdeigsbrauði eða góðu kexi.
Skref 2

Höfundur: Helga Magga