Menu
Bakaðar smjördeigssnittur með Brie

Bakaðar smjördeigssnittur með Brie

Ég gerði nýverið þessar æðislega góðu og jólalegu snittur sem slógu heldur betur í gegn. Henta vel sem forréttur eða á bröns borðið yfir hátíðarnar.

Innihald

1 skammtar
tilbúið smjördeig
Jóla Brie eða Dala Brie
pekanhnetur
rifsberjahlaup

Aðferð

  • Stillið ofninn á 200°C.
  • Smjördeigið er skorið í ferhyrninga um 15x15 cm og sett í form. Best er að nota möffins form úr áli eða sambærileg möffinsform. Ef þið eigið ekki slíkt er hægt að móta litlar skálar úr deiginu en passa að þjappa vel.
  • Stór sneið af Brie osti er sett ofan í og um 4 pekanhnetum stungið í ostinn.
  • Snitturnar eru bakaðar í um 15 mínútur eða þar til þær eru orðnar aðeins gylltar.
  • Takið snitturnar út og setjið rifsberjahlaup ofan á hverja snittu, magn fer eftir smekk en gott að miða við a.m.k. teskeið.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir