Menu
Baguette með Óðals Tindi

Baguette með Óðals Tindi

Virkilega einfaldur réttur sem slær í gegn í saumaklúbbnum, afmælinu eða bara gæða sér á yfir daginn!

Innihald

6 skammtar
Baguette brauð
Sneiðar Óðals Tindur
Dala Auður
Krukka rautt pestó
Bréf niðurskorinn hamborgarhryggur

Skref1

  • Skerið rauf í baguette brauðið eftir endilöngu og opnið eins og hægt er.
  • Smyrjið vel af pestó upp á hliðarnar alla leið.
  • Leggið eina sneið af Tindi ofan á hverja skinkusneið ásamt einni þunnri sneið af Dala Auði.
  • Klemmið saman og komið fyrir í brauðinu þar til það er vel fullt af góðgæti.
  • Hitið í ofni í 15-20 mínútur við 180°C eða þar til brauðið fer að gyllast og osturinn er bráðnaður.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir