Menu
Ávaxtakaka með mangó og hvítu kremi

Ávaxtakaka með mangó og hvítu kremi

Ótrúlega fersk og mjúk kaka, skyld gulrótarköku en með skemmtilegum útúrdúrum.

Innihald

12 skammtar

Hráefni

egg
sólblómaolía
púðursykur
hveiti
lyftiduft
natron
kanill
gulrætur, meðalstórar og fínt rifnar
valhnetur, saxaðar
niðursoðinn ananas, kurl (lítil dós eða 227 g)
mangó, skorið í sneiðar

Krem

smjör
rjómaostur frá Gott í matinn
vanilludropar
flórsykur
sítrónusafi

Skref1

  • Hitið ofn í 180 gráður.
  • Hrærið saman eggi, olíu og sykri þar til létt og ljóst.
  • Hrærið þurrefni saman við, þá gulrætur, hnetur og ananas.
  • Hellið í form, 24 cm í þvermál, og bakið í um 60 mínútur.
  • Fylgist vel með kökunni og stingið í hana prjóni til að kanna bökunarstig hennar.

Skref2

  • Hrærið saman flórsykri, smjöri, rjómaosti og vanilludropum þar til deigið er mjúkt og kekkjalaust.
  • Hellið sítrónusafa saman við og hrærið þar til kremkennt og mjúkt.

Skref3

  • Þegar kakan hefur kólnað er hún skorin þversum svo að úr verði tveir botnar.
  • Smyrjið kremi á neðri botninn og raðið mangósneiðum ofan á.
  • Leggið efri botninn ofan á og smyrjið kreminu á.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir