Menu
Amerískar smákökur

Amerískar smákökur

Ekta amerískar smákökur sem klikka ekki.

Innihald

1 skammtar
mjúkt smjör
púðursykur
egg
vanilludropar
hveiti
lyftiduft
salt
Smarties eða M&M

Skref1

  • Hitið ofn í 180 gráður.
  • Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst, bætið þá eggi saman við og hrærið ásamt vanilludropum.
  • Setjið þurrefnin saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og þá Smarties eða M&M.
  • Hrærið varlega svo nammið brotni ekki allt.
  • Gott er að stinga deiginu í ísskáp í að minnsta kosti hálftíma. Athugið að deigið má geyma í ísskáp yfir nótt.

Skref2

  • Mótið litlar kúlur og setjið á bökunarplötu.
  • Þrýstið létt ofan á kúlurnar með fingrunum.
  • Bakið í 8-10 mínútur ef þið viljið hafa þær mjög mjúkar að innan en 12-14 mínútur ef þið viljið hafa þær stökkar.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir