Menu
Afmæliskaka

Afmæliskaka

Uppskriftin er stór og dugir í þrjú form fyrir um 25 manns.

Best er að hafa öll hráefnin við stofuhita þegar byrjað er að baka.

Ofninn er hitaður á 180 gráður blástur.

Innihald

12 skammtar
smjör
bolli sykur
egg
vanilludropar
bollar hveiti
lyftiduft
salt
bolli mjólk
confetti sykurskraut.

Smjörkrem:

smjör
flórsykur
rjómi eða 2 eggjahvítur
salt
Vanilludropar
Hvítur matarlitur

Skref1

 • Smjör og sykur þeytt saman í hrærivélinni þar til blandan er létt og ljós.
 • Þá er einu eggi í einu bætt við og hrært saman.
 • Hveiti, salti og lyftidufti er blandað saman í skál, fínt að sigta það saman.
 • Síðan er hveitiblöndunni, vanilludropunum og mjólkinni bætt saman við í tveimur pörtum.
 • Í lokinn er sykurskrautinu blandað saman við.
 • Skiptið deiginu á milli í 3 smurð form.
 • Bakið í ofni í 30-35 mínútur, eða þar til botnarnir eru orðnir dökk brúnir.
 • Þó kakan verði svolítið dökk að utan þá er hún fallega ljós gul að innan.
 • Gott er að klippa smjörpappír og setja í botninn á mótinu og bera vel af smjöri í kantana til að kakan renni úr forminu.
 • Einnig að bera deigið vel út í alla kanta á mótinu svo að það verði sem minnst bunga í miðjunni þegar kakan hefur bakast.
Skref 1

Skref2

 • Smjörkremið er búið til á meðan kakan er í ofninum.
 • Smjörið er þeytt þar til það er orðið létt.
 • Flórsykri og öðrum hráefnum er blandað varlega saman við og þeytt saman.

Skref3

 • Þegar kakan er tilbúin er hún látin kólna alveg áður en kremið er sett á.
 • Það er gott að nota sprautupoka til að setja kremið á milli botnanna svo hæðirnar verði jafnar.
 • Látið efsta botninn snúa á hvolfi svo að toppurinn hafi skarpa enda.
 • Látið kremið fara aðeins út fyrir kantanna svo það sé þægilegt að smyrja endana.
 • Til að jafna endana notið beinan kökuspaða en ef þið eigið ekki þannig þá er hægt að nota beina bakhlið á stórum hníf.
 • Passið að taka eins og 1 bolla af kremi til hliðar til að skreyta toppinn, þið getið notað hvaða stút sem þið eigið og ykkur finnst flottur til að skreyta toppinn.
 • Síðan getið þið leikið ykkur með sykurskrautið og skreytt hana eins og þið viljið að utan.
Skref 3

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir