Menu
Æðisleg frönsk sveitabaka

Æðisleg frönsk sveitabaka

Sígild og góð bökuuppskrift sem klikkar ekki.

Innihald

8 skammtar

Bökudeig:

hveiti
smjör
salt á hnífsoddi
kalt vatn

Fylling:

egg
sýrður rjómi frá Gott í matinn
laukur
beikon
salt og pipar
steinselja

Bökuskel

  • Blandið 250 g af hveiti saman við 100 g af smjöri og brjótið smjörið hægt og rólega saman við hveitið.
  • Bætið salti við og síðan köldu vatni og hnoðið saman í deig.
  • Pakkið deiginu inn í plastfilmu og setjið í ísskáp í 30 mínútur.
  • Fletjið deigið svo út þannig að það sé stærra en bökuformið.
  • Leggið síðan deigið ofan í mótið og formið eftir því.
  • Gatið deigið með gaffli og bakið í 15-20 mínútur í 180°C.
  • Á meðan bökuskelin er í ofninum útbúið þið fyllinguna.

Fylling

  • Setjið fimm egg í skál og hrærið saman, bætið sýrðum rjóma saman við og kryddið til með pipar.
  • Steikið lauk og beikon á pönnu þar til beikonið er stökkt.
  • Setjið beikon og lauk í bökubotninn í mótinu og hellið eggjablöndunni yfir.
  • Bakið í ofni við 180°C í 30-35 mínútur.
  • Það er gott að láta bökuna standa í 20 mínútur eða svo áður en hún er skorin í sneiðar því þá verður hún þéttari í sér.
  • Saxið steinselju og stráið yfir í lokinn.

Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir