Hvað er hægt að gera við afganginn af ostinum ?
Flesta osta má frysta en sumum hættir við að molna þegar þeir þiðna og þess vegna er best að nota þá í matargerð en ekki ofan á brauð. Það er tilvalið að rífa ostinn áður en hann er frystur og seinasta bitann af oststykkinu – þennan sem er vonlaust að skera með ostaskeranum – er gott að rífa, setja í plastpoka og frysta. Þegar næsta oststykki er að klárast má svo bæta því í pokann og safna þannig þar til komið er nóg til að nota t.d á pizzuna eða gratínið.
Hvað er hægt að gera við afganginn af rjómanum?
Afgang af rjóma má frysta og nota í sósu eða súpu seina. Þá er gott að frysta rjómann í ísmolabakka og setja svo molana í poka. Síðan má taka eins marga mola og þörf er á hverju sinni og nota í sósuna. Það er ekki hægt að þeyta rjómann eftir frystingu.