- +

Súkkulaðihreiður

Hráefni
4 plötur ljóst súkkulaði
1 dós síróp (minni gerðin af klassíska bökunarsírópinu í grænu dósunum)
500 g Kellog's Special K

Skraut
lítil súkkulaðiegg

Aðferð:

Síróp og súkkulaðið brætt saman í potti, passa að hafa ekki of háan hita og passa að hræra vel í.

Kornflögunum er blandað vel við. Það lítur út í byrjum eins og kornflögurnar mun ekki allar ná að húðast súkkulaðinu, en verið þolinmóð því það tekur bara smá tíma. 

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir