- +

Súkkulaði kaffikaka

Súkkulaðibotn
2 stk. egg
70 g sykur
60 g súkkulaði
60 g smjör
½ dl sterkt expressokaffi
50 g hveiti
½ tsk. lyftiduft

Ostakrem
175 g rjómaostur
80 g flórsykur
1½ dl rjómi
½ dl sterkt expressokaffi
1 stk. matarlímsblað

Jógúrt súkkulaðikrem
130 gr dökkt súkkulaði
1 dl rjómi
2 stk. matarlímsblöð
120 gr grísk jógúrt
60 gr vanilluskyr

Aðferð:

Súkkulaðibotn aðferð:
Bræðið saman súkkulaði, smjör og kaffi. Þeytið saman eggjum og sykri þangað til það verður létt og ljóst. Blandið saman við súkkulaðiblöndunni og að lokum sigtið hveiti og lyftidyfti saman við. Setjið í springform u.þ.b. 22 cm með smjörpappír í botninn. Bakið við 165°C í 25-30 mínútur. Kælið örlítið, losið úr forminu. Leggið súkkulaðibotninn á smjörpappír og setjið aftur í springformið.

Ostakrem aðferð:
Leggið matarlím í bleyti. Þeytið rjómann. Hrærið saman rjómaosti og flórsykri og blandið við rjómann. Leysið matrlímið upp í kaffi og blandið saman við blönduna. Setjið yfir súkkulaðibotninn og kælið.

Jógúrt súkkulaðikrem aðferð:
Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn. Bræðið saman súkkulaði og rjóma, bætið í matarlími og hrærið saman við vanilluskyr og hreint jógúrt. Hellið yfir ostakremið og látið standa í kæliskáp í minnst fjóra tíma.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson