- +

Snittur með mexíkóosti, jarðarberjum og hunangi

Innihald:
1 snittubrauð
1 askja jarðarber
Hunang, best að nota fljótandi
75 g rjómaostur frá Gott í matinn
1 Mexíkóostur
Salt og chiliflögur
Ferskt basil

Aðferð:

Stillið ofnhita á 180 °C.

 

Skerið baguette í þunnar sneiðar á ská. Ristið sneiðarnar í heitum ofni og snúið þeim við svo báðar hliðar taki lit. Látið sneiðarnar kólna áður en áleggið er sett á. Gott er að rista sneiðarnar með góðum fyrirvara. Eitt baguette er hægt að skera í um 30 sneiðar. 

 

Skerið jarðarberin í fernt og mexíkóostinn í þunnar sneiðar. Smyrjið hverja sneið með rjómaosti og stráið örlítið af grófu salti og nokkrar chiliflögur yfir. Leggið sneiðar af mexikóosti ofan á og skreytið með dropa af hunangi, jarðarberjabita og basilblaði.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal