- +

Skyr-límónu pannacotta

Innihald
2 stk matarlímsblöð
2 dl rjómi
3 msk sykur
1 stk límóna - fínrifinn börkur og safi
1 dós KEA kókosskyr eða KEA vanilluskyr

Aðferð:

1. Leggið matarlímsblöðin í bleyti í 5 mínútur.

2. Setjið rjóma, límónubörk og sykur saman í pott og hitið að suðu. Takið af hitanum. Kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum og setjið þau saman við heitan rjómann. Hrærið. Látið kólna aðeins.

3. Hrærið skyri og límónusafa saman við rjómablönduna. Hellið í fjögur glös eða 4 litlar eftirréttaskálar. Geymið í kæli í a.m.k. þrjá tíma.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir