- +

Rækjusalat með japönsku ívafi

Innihald:
1 dl majónes eða 18% sýrður rjómi
2 tsk. wasabi og meira ef vill
1 msk. límónusafi og smá börkur, smakkað til
1 msk. sushiengifer, fínt saxað
300 g rækjur, gróft saxaðar
handfylli af fersku kóríander, saxað
svartur pipar ef vill

Aðferð:

Hrærið saman allt hráefnið fyrir utan rækjurnar. Smakkið til, finnið rétta styrkinn á wasabinu og bætið rækjunum saman við. Látið salatið standa aðeins í ísskáp áður en það er borið fram. 

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir