- +

Ostakúlur með ólífum

Innihald:
100 g hveiti
100 g kalt smjör
100 g rifinn bragðmikill ostur, t.d. sterkur Gouda eða Óðalsostur
50 g rifinn parmesanostur
¼ tsk chiliflögur eða þurrkaður cayenne pipar (má sleppa)
40 stk grænar fylltar ólífur, um tvær krukkur (40-50 stk)

Aðferð:

Setjið allt nema ólífurnar í matvinnslu- eða hrærivél og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Takið smá bút af deiginu, rúllið því utan um ólífurnar og búið til litlar kúlur. Setjið í ísskáp og kælið í eina klukkustund.

Bakið kúlurnar við 200° í um það bil 15 mínútur. Kúlurnar er gott að bera fram volgar eða við stofuhita. Gott að geyma þær í frysti og velgja svo aðeins í ofni áður en þær eru bornar fram. 

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir