- +

Nachos ídýfa

Innihald:
1 krukka salsasósa, medium (lítil krukka)
1 dós rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn, við stofuhita
1 stk. rauðlaukur
¼ stk. Iceberg haus
1 stk. rauð paprika
½ stk. púrrulaukur
8 stk. sveppir
konfekttómatar eftir smekk
nachos flögur

Aðferð:

1. Setjið salsasósu og rjómaost í hrærivélarskálina og blandið þar til kekkjalaust og létt í sér.

2. Saxið rauðlauk mjög smátt og dreifið í botninn á þeirri skál/fati/bakka sem verður fyrir valinu.

3. Smyrjið rjómaostblöndunni yfir rauðlaukinn.

4. Saxið grænmetið smátt (nema tómata) og dreifið yfir blönduna (að sjálfsögðu má nota annað grænmeti, bara það sem ykkur þykir gott).

5. Skerið nokkra litla tómata til helminga og skreytið.

6. Gott er að kæla nacosdýfuna aðeins áður en hennar er notið en þó ekki nauðsynlegt.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir