- +

Litlar kjötbollur með Mexíkóosti

Innihald:
500 g nautahakk
1 stk. Mexíkóostur
1 stk. Lu paprikukex
1 tsk. hvítlaukspipar
1 tsk. hvítlaukssalt
2 stk. egg (2-3 stk.)

Aðferð:

Hakk, hvítlaukspipar og hvítlaukssalt er hrært saman í hrærivél.

Eggjunum er þá blandað saman við ásamt rifnum mexíkóosti og muldu paprikukexi.

Bollur eru mótaðar. Mjög gott að vigta hverja bollu og passa upp á að hafa þær jafn þungar.

Bollurnar eru síðan steiktar í örskammastund í djúpsteikingarpotti. Einnig hægt að steikja bollurnar í smjöri á pönnu. 

Að lokum eru þær hitaðar í ofni þar til þær eru steiktar í gegn. 

Kjötbollurnar eru bornar fram með súrsætri sósu eða hvítlaukssósu. 

 

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir