- +

Heit rúlluterta með kjúkling og mexikóosti

Innihald
2 stk rúllutertubrauð
600 g eldaður kjúklingur
100 g rauð paprika skorin í teninga
50 g saxaður blaðlaukur
300 g paprikusmurostur
125 g rjómaostur með hvítlauk
180 g sýrður rjómi 18%
150 g mexikóostur
2 dl ostasósa
½ tsk chilliduft
4 stk tortillakökur

Aðferð:

Rífið mexikóostinn niður og blandið saman við eldaðan kjúklingin, paprikuna og blaðlaukinn. Hrærið saman sýrðum rjóma, paprikuosti ostasósu, rjómaosti með hvítlauk og chillidufti. Blandið loks saman við kjúklingablönduna og hrærið vel saman. Setjið fyllinguna á rúllutertubrauðið og setjið þar ofan á tortillukökurnar 2 í hverja rúllu. Setjið smá af fyllingunni þar ofan á og rúllið upp. Pennslið rúllurnar með sýrðum rjóma og bakið við 170°C í 40 mínútur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson