- +

Sumarísinn

Innihald:
5 stk eggjarauður
10 msk sykur
400 ml rjómi
100 g maukuð hindber
150 g súkkulaði, smátt saxað
1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt og ljós.

Hrærið léttþeyttum rjóma saman við með sleikju. 

Bætið maukuðum hindberjum, söxuðu súkkulaði og vanilludropum við og blandið vel saman. Hellið ísblöndunni í form og inn í frysti í nokkrar klukkustundir. Berið fram í vöffluformi. 

Höfundur: Eva Laufey Hermannsdóttir