- +

Hindberja-sykurpúða fondue

Fondue
250 g hindber, frosin eða fersk
180 g sykurpúðar, saxaðir
1½ dl rjómi

Meðlæti
sykurpúðar
fersk ber
niðurskornir ávextir
kex

Aðferð:

- Fyrir 4-6

1. Maukið berin. T.d. með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Þíðið berin ef notuð eru frosin.

2. Setjið í pott ásamt sykurpúðum og rjóma. Bræðið saman á lægstum hita. Hrærið í þar til allt hefur samlagast. Berið fram með meðlæti að eigin vali.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir