Menu
Smashburger Taco

Smashburger Taco

Ég var búin að vera lengi á leiðinni að prófa þessa uppskrift sem ég sá á tiktok. Hér er hún komin í macros vænan búning en það má ýmist nota nauta- eða kalkúnahakk sem er fituminna kjöt. 

Gott er að miða við 2-3 stk. af tortillum á mann og ég mæli sérstaklega með ofnbökuðum kartöflum sem meðlæti.

Innihald

4 skammtar
litlar tortillur
nautahakk
kál
laukur
súrar gúrkur, niðurskornar
Góðostur 17%

Sósa

sýrður rjómi 10% frá Gott í matinn (180 g)
sætt gult sinnep (30 g)
tómatsósa (30 g)
súrar gúrkur, fínt niðurskornar
salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk

Meðlæti

ofnbakaðar kartöflur

Skref1

  • Skerið kálið fínt niður, laukinn og súru gúrkurnar. Blandið saman í skál og setjið til hliðar.
  • Blandið innihaldsefnum í sósuna saman og geymið til hliðar.

Skref2

  • Kryddið nautahakkið með salti og pipar og dreifið á hverja tortillu um 62-63 g og reynið að láta það ná alveg út í endana.
  • Steikið tortillurnar í um 3-4 mínútur með hakkið niður.
  • Snúið við, setjið ostsneið ofan á og hitið tortilluna aðeins áfram, t.d. hægt að gera á annarri pönnu.

Skref3

  • Það er sniðugt að geyma steiktu tortillurnar inni í heitum ofni á meðan restin er steikt.
  • Borið fram með káli, lauk, súrum gúrkum og sósunni sem minnir á big mac sósuna góðu.

Næringargildi

  • Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda fyrir sósuna með.
  • Næring í 100 g: Kolvetni: 6,2 g - Prótein: 2,9 g - Fita: 6,5 g - Trefjar 0 g.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Smashburgertaco sósa.
Næringargildi

Höfundur: Helga Magga